Strákarnir í Nomy elda jólamatinn fyrir þig!

Þeir félagar Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson tóku sig til síðastliðið  sumar og opnuðu saman veisluþjónustuna Nomy. Þeir eru allir miklir reynsluboltar í eldhúsinu og má með sanni segja að hér sé samankomin ein öflugasta kokkasveit landsins enda hafa þeir komið víða við á sínum ferli.

Þeir hafa til dæmis verið meðlimir, þjálfarar og fyrirliðar Kokkalandsliðsins, keppt í innlendum og alþjóðlegum matreiðslukeppnum með eftirtektarverðum árangri, verið umsjónarmenn matreiðsluþáttanna Grillsumarsins Mikla á Stöð 2, farið víða sem gestakokkar á erlendri grundu til að kynna íslenskt hráefni, verið umsjónarmenn námskeiða fyrir atvinnumenn í veitingabransanum, tekið þátt í vöruþróun í matvælaiðnaði, þjálfað starfsfólk og veitt almenna ráðgjöf.

Nomy er alhliða veisluþjónusta sem tekur að sér allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð og ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni svo eitthvað sé nefnt. Þeir sérsníða matseðla fyrir hvert og eitt tilefni og útvega þjóna og kokteilhristara ef óskað er eftir því.

Nú fyrir jólin bjóða þeir upp á svokallaða jólapakka en þú getur sótt pakkann til þeirra eða fengið sent frítt heim á aðfangadag milli kl. 16 & 18 þangað til jólin hringja inn og verið laus við stressið í eldhúsinu. Einnig eru þeir með úrval jóla-smárétta fyrir jólaboðið. Kíktu á nomy.is og sjáðu hvað er í boði hjá strákunum.

                                            

Auglýsing

læk

Instagram