Taco veisla! Með krydduðum þorsk og avocado-sósu!

Auglýsing

Einfaldar og súper góðar fiski tacos sem tekur 25 mín að útbúa!

Hráefni:

 • 1/2 kíló hvítur fiskur (þorskur væri tilvalinn)
 • 2 msk chilli krydd
 • 1 1/4 tsk cumin
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk papriku krydd
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • tortillur
 • 2 dl rifið ferskt rauðkál
 • safi úr 1/2 lime
 • avocado 
 • 1/4 tsk salt
 • 1 dl grískt jógúrt
 • 2 tómatar skornir í bita
 • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunna strimla
 • Ferskt kóríander til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180 gráður.

Auglýsing

2. Skerið fiskinn niður í hæfilega bita. Blandið chilli, 1 tsk cumin, hvítlauksdufti, papriku, svörtum pipar og salti í skál. Raðið fiskbitunum á ofnpötu og kryddið með kryddblöndunni. Ef þú vilt ekki hafa hann mjög sterkan þá notarðu helminginn af kryddblöndunni, annars alla. Bakið fiskinn í c.a. 10 mín eða þar til hann er eldaður í gegn.

3. Á meðan fiskurinn er í ofninum þá tekurðu acovado, 1/4 tsk cumin, smá salt, lime safa og gríska jógúrt og blandar þessu vel saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til úr verður silkimjúk avocado sósa.

4. Taktu fiskinn úr ofninum og raðaðu saman tortillunum. Avocdo sósa, rauðkál, tómatar, rauðlaukur, fiskur og aftur avocado sósa. Toppað með fersku kóríander.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Grillað naan brauð með BBQ kjúklingi

Ofnbakað “Alfredo” kjúklingapasta

Stökkir BBQ blómkáls bitar

Instagram