Þetta er samlokan sem þú slærð í gegn með um helgina!

Auglýsing

Croque Madame samloka er ekta franskur helgar-brunch.

Hráefni í tvær samlokur:

4 þykkar brauðsneiðar af þínu uppáhalds brauði (mæli með súrdeigs eða hvítu fransk brauði)
3 msk mjúkt smjör
2 tsk dijon sinnep
1 dl Mornay sósa (uppskrift hér fyrir neðan)
þunnar sneiðar góð skinka
2 dl rifinn Gruyere ostur (fæst mögulega í ostaborði Hagkaups annars má nota bragðsterkan Gouda ost í staðinn)
2 stór egg
sjávarsalt og svartur pipar
Hráefni í Mornay sósuna:
1 msk smjör
1 msk hveiti
2 dl mjólk
1/4 tsk sjávarsalt
1/4 tsk svartur pipar
1/2 dl rifinn Gruyere ostur eða bragðsterkur Gouda ostur.
örlítið rifið múskat (má sleppa)
Aðferð:
1. Stilltu ofninn á 175 gráður. Hitaðu meðalstóran pott og bræddu 1 msk af smjöri. Bættu hveitinu saman við og hrærðu vel með písk í 1 mín. Haltu áfram að hræra og helltu mjólkinni saman við á meðan þú hrærir. Kryddaðu til með salti. pipar og múskati. Náðu upp suðu í pottinum og hrærðu stanslaust á meðan, þar til sósan þykknar. Taktu pottinn til hliðar af hellunni og hrærðu 1/2 dl af ostinum saman við . Leyfðu þessu að kólna í 20 mín.
2. Taktu næst stóra pönnu sem má fara inn í ofn og hitaðu hana vel upp. Ristaðu brauðsneiðarnar á báðum hliðum á pönnunni. Smyrðu 1/2 msk af smjöri á hverja brauðsneið. Snúðu síðan 2 sneiðum við og smyrðu hvora brauðsneið með 1 tsk af sinnepi, 1 msk af Mornay sósu, 3 skinkusneiðar á hvora sneið, 1/2 dl af ostinum á hvora sneið og leggið síðan hinar 2 brauðsneiðarnar ofan á.
3. Smyrðu 2 msk af Mornay sósu á hvora samloku og dreifðu afgangnum af ostinum jafnt yfir þær báðar. Færið pönnuna síðan inn í ofninn í 15-18 mín eða þar til að osturinn hefur bráðnað vel og er orðinn fallega gylltur. Á meðan samlokan er í ofninum eru steikt 2 egg á pönnu og þau krydduð til með salti og pipar. Þegar samlokurnar koma úr ofninum eru þær toppaðar með eggjunum.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram