Úrbeinuð kjúklingalæri á grillið

Hráefni:

  • 2 msk paprika
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 4 msk flatlaufa steinselja, söxuð smátt
  •  tsk salt
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 800 grömm úrbeinuð kjúklingalæri

Aðferð:

1. Setjið papriku, hvítlauk, steinselju, salt, pipar og ólívuolíu í skál. Setjið kjúklinginn saman við og blandið öllu vel saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og inn í ísskáp í minnst 30 mín.

2. Grillið kjúklinginn á báðum hliðum þar til hann er eldaður í gegn. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram