10 hlutir sem grænmetisætur vissu ekki að þær mættu ekki borða!

Mikið af mat, sem við höldum að sé matur sem óhætt er fyrir grænmetisætur að borða, innihledur í raun og veru dýraafurðir.

Það sem verra er fyrir grænmetisætur og það fólk sem lifir vegan lífsstíl er að þessar dýraafurðir eru ekki á innihaldslýsingum á matvörunum. Það stendur t.d. á mörgum vörum að þær innihaldi matarlitinn „carmine“ en til að gera hann eru bjöllur kramdar og innvolsið úr þeim notað. Eins er skordýra eitrið sem spreyjað er á banana unnið úr skelfiski.

#1. Kellogs Frosted Wheats inniheldur gelatín sem unnið er úr kúa beini.

#2. Nema annað sé tekið fram skalti ekki treysta miso súpu, það er oftar en ekki fiskur í soðinu.

#3. Parmigiano-Reggiano eða Parmesan ostur inniheldur „rennet“ sem er efni sem verður til í maga spendýra.

#4. Sumir bjórar, eins og t.d. Guinness innihalda efni sem unnin eru úr fiski.

#5. Bananar eru spreyjaðir með skordýra eitri sem inniheldur skelfisk.

#6. Sacla Classic Basil Pesto inniheldur ost sem er gerður úr efnum úr maga kálfa.

#7. Worcestershire Sósa inniheldur Anjósur.

#8. Sælgæti sem er rautt á litinn inniheldur að öllum líkindum rauðan matarlit sem aftur inniheldur dýraafurðir.

#9. Algengt er að vespur drepist inni í fíkjum á meðan þær eru að vaxa og nýtir fíkjan þá næringuna úr vespunni.

#10. Gelatín gefur sykurpúðum þetta „flöffí“ yfirbragð. Og eins og áður sagði inniheldur gelatín dýra bein.

Mælt er með því að grænmetisætur og fólk sem er vegan lesi sér vel til um vörurnar sem þau kaupa og leiti að merkingum sem sanna að varan henti þeim.

Auglýsing

læk

Instagram