today-is-a-good-day

12 skrítnar ástæður fyrir því að þú nærð ekki góðum nætursvefni

Eitt það mikilvægasta sem við gerum á hverjum degi er – ótrúlegt en satt – að sofa! Það er samt ekki þannig sem við komum flest fram við svefn.

Hér eru 12 skrítnar ástæður fyrir því að þú ert ekki að ná góðum nætursvefn – og ráðleggingar sem tryggja að þú sofir vel héðan í frá:


12. Vitlaust hitastig

Þrátt fyrir að það sé þægilegt að sofna í hita, þá er mælt með að sofa í 15-23°C hita.

11. Líkamsrækt

Líkamsrækt örvar taugakerfið og þess vegna getur verið erfitt að sofna eftir að maður er búinn í ræktinni.

Lausnin er að fara ekki í ræktina 3 tímum fyrir svefn.

10. Skortur á rútínu

Til að ná fullri hvíld þá þarf líkami þinn vissan tíma. Það er því ekki hægt að ná nægum svefni fyrirfram eða ná upp svefni um helgar.

Lausnin liggur í að fara sofa á sama tíma á hverju kvöldi, helst einhvern tímann á milli 22:00 og 01:00 um nóttina.

9. Birtustig

Meira að segja lítil birta frá lampa eða LED ljósi getur truflað svefninn þinn. Þeim mun meira myrkur þeim mun betur sefur þú.

Það er því mikilvægt að slökkva á eða losa sig við alla ljósgjafa – eða nota svefngrímu.

8. Hávaði

Hvaða hljóð sem er, veri það í bílum sem keyra framhjá eða háværum nágrönnum, truflar líkamann frá því að ná hvíld.

Þess vegna er mikilvægt að nota eyrnatappa eða kveikja á hvítum hávaða (e. white noise) svo þú verðir ekki fyrir truflun.

7. Að nota rúmið þitt í vitlausum tilgangi

Margir nota rúmið sitt ekki bara til að sofa heldur líka sem vinnustað, sem hefur slæm áhrif á svefn.

Það er því mikilvægt að skilja vinnuna eftir fyrir utan svefnherbergið.

6. Koffín

Það er ekkert leyndarmál að koffín kemur í veg fyrir að þú eigir auðvelt með að sofna.

Það er því mikilvægt að muna að koffín er ekki bara í kaffi, heldur líka í tei, súkkulaði og mörgum öðrum vörum.

Það er því mikilvægt að halda sig frá þeim á kvöldin og helst sleppa þeim eftir kl 14:00 á daginn.

5. Að neyða þig til að fara að sofa

Mörg förum við í rúmið án þess að langa til að fara að sofa, í þeirri veiku von um að svefninn komi að sjálfu sér. Í flestum tilfellum þá gerir hann það samt ekki.

Ef þú getur ekki sofnað á 20 mínútum farðu þá úr rúminu og lestu bók (ekki rafræna bók því að birtan frá henni gerir bara illt verra) eða gerðu eitthvað sem róar þig.

4. Áfengi

Þrátt fyrir að áfengi hjálpar þér að sofna fljótar þá hefur það neikvæð áhrif á svefninn þinn og þú vaknar þreytt/ur og oft með ógleði.

Það er því mikilvægt að neyta ekki áfengis 2 tímum fyrir svefninn – og enn betra væri náttúrulega bara að hætta að drekka yfirhöfuð.

3. Hugurinn ofhlaðinn

Við eigum það til að leyfa huganum okkar ekki að hvíla sig frá dagsdaglegu vandamálunum okkar áður en við förum að sofa – sem veldur svefnvandamálum.

Lausnin felst í því að afvegaleiða hugann frá öllum áhyggjum og beina hugsunum þínum eitthvert annað – svona eins og með því að reyna muna öll löndin sem byrja á sama stafnum eða með því að telja kindur.

2. Að vera ekki með vana eða ritúal á kvöldin

Skortur á vana fyrir svefninn er líka önnur ástæða fyrir því að þú nærð ekki góðum nætursvefn.

Þjálfaðu líkama þinn til að bregðast við ákveðnu ritúali á hverju kvöldi, eins og með því að fara alltaf í volga sturtu (ekki of heit eða köld) og hlusta á tónlist áður en þú ferð að sofa.

Passaðu þig samt að fara ekki í heitt bað, þar sem að það eykur efnaskipti þín og þá áttu erfiðara með að sofna.

1. Svefnstaða

Ef þú ferð að sofa í óþægilegri stöðu, hvort sem að þú ert ein/n eða með makanum, þá setur það álag á líkama þinn og hefur slæm áhrif á svefninn þinn.

Lausnin felst í því að finna þér stöðu sem þér finnst þægileg og reyna að breyta henni ekki þar til að þú ert sofnuð/sofnaður.

Auglýsing

læk

Instagram