Þegar maður hugsar um rúllustiga spáir maður ekkert í því að þeir séu eitthvað hættulegir. Nema maður passar kannski að skórnir séu reimdir svo reimarnar festist ekki í stiganum.
En í þessari verslunarmiðstöð í Hong Kong kom upp einhver bilun í risa rúllustiga. Stiginn fór að fara hratt aftur á bak og hann var troðinn af fólki. Fólkið endaði allt í hrúgu neðst í stiganum og 18 manneskju særðust.
Hér er hægt að sjá myndbandið af þessu slysi.