19 ára Clover hefur átt ellefu sykurpabba – „Nenni ekki strákum á mínum aldri“

Auglýsing

Það er mismunandi hvað fólk vill helst í maka. Sumum finnst útlitið mikivægast á meðan aðrir fullyrða að persónuleikinn sé það eina sem máli skiptir.

Inní þetta spilar svo allt mögulegt eins og hárlitur, áhugamál og að sjálfsögðu: Aldurinn.

Clover Pittilla er 19 ára læknanemi og hún er opinská með þá staðreynd að hún vill hitta eldri menn sem eiga peninga.

„Eldri menn reyna oft við mig en það eina sem þeir vilja í raun og veru er falleg kona til að fara út að borða með og sjást með. Það finnst mér allt í lagi.“

Auglýsing

Hún segist hafa átt í samböndum með mörgum mönnum á sínum aldri en þeir séu ekki tilbúnir til að rækta sambandið og gefist upp við fyrstu vandkvæði.

Hún segist í dag hafa átt í sambandi við ellefu ríka menn sem gefi henni dýrar gjafir. Í viðtali við vefsíðuna Mirror var hún spurð hvað fjölskyldu hennar fyndist um þennan lífsstíl.

„Þau styðja mig hundrað prósent þrátt fyrir að hafa fengið smá sjokk í byrjun.“

Hún bætir því að lokum við að ef sykurpabbi (e. sugar daddy) slíti sambandi við hana geti hún allavega grátið í nýju dýru skónum sínum.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram