5 auðveldar leiðir til að ná hinum FULLKOMNA blundi!

Það að leggja sig á daginn getur verið alveg frábær hugmynd – og það getur líka verið alveg hræðileg hugmynd.

Hér eru nokkur góð ráð til að fá sem allra mest úr blundinum:

1. Kaffi blundurinn

Margur myndi halda að kaffibolli fyrir svefninn væri slæm hugmynd, en ef þú færð þér einn snöggan bolla og leggur þig svo í 20 mínútur byrjar koffínið að virka á þeim tíma sem þú vaknar. Blundurinn má samt alls ekki vera lengri en 20 mínútur því þá ertu komin í djúpsvefn.

2. Skipulegðu blundinn eftir þínum þörfum

Ef þú ert að leggja þig til að hafa næga orku fyrir próf er best að taka 90 mínútna blund. Rannsóknir hafa sýnt fram á að eftir svo langan blund er minni fólks allt að 40% betra.
10 mínútna blundur eru bestur ef þig vantar orku „búst“ án þess að vera mygluð/aður á eftir. Ef þú ert til í að vera smá mygluð/aður þá er 20-30 mínútna blundur fín hugmynd.

3. Leggðu þig fyrir 5 á daginn

Ef þú leggur þig of nálægt þeim tíma sem þú ferð venjulega að sofa gætir þú átt það á hættu að „fokka“ alveg upp svefnskipulaginu og sofa jafnvel óvart fram að miðnætti!

4. Teygaðu kalt vatnsglas eftir blundinn

Glas af köldu vatni hjálpar til við að ná myglunni úr þér!

5. Þú þarft ekkert endilega að leggjast niður

Það að leggja sig sitjandi gefur þér alveg jafn mikla orku og blundur þar sem þú liggur upp í rúmi myndi gefa þér.

Auglýsing

læk

Instagram