Auglýsing

6 týpur af NÁGRÖNNUM sem allir kannast við – En fæstir vilja hafa í kringum sig!

Í orðabókinni stendur að nágrannar séu þeir sem búa í næsta nágrenni….  Það er mjög einföld skýring – því nágrannara eru svo miklu meira en það.

Hér er listi yfir 6 mismunandi týpur af nágrönnum sem allir kannast við en fæstir vilja hafa í kringum sig!

#1. NöldrarinnÍ hverri blokk eða götu býr allavegana einn nöldrari. Þetta er týpan sem þú vilt ekki hitta eftir langan vinnudag. Nöldrarinn er kona eða maður yfir fimmtugt sem byrjar að tuða í þér um leið og hann sér þig. Frá því að þú stígur út úr bílnum þar til þú lokar útidyrahurðinni á eftir þér nær hann að tuða yfir því hvernig aðrir nágrannar leggja bílunum sínum, boltanum sem lendir alltaf í garðinum hjá honum, málningunni sem er að flagna af húsinu við hliðiná og lyktinni upp úr ruslatunnunni. Verst er þó ef nöldrarinn er í sambandi með öðrum nöldrara því þá eru allar líkur á því að þú lendir í klóm annars þeirra. Bestu líkurnar á því að losna við þetta áreiti eru ef að þú tekur upp símann og þykjast vera í hörkusamræðum.

#2. Háværa pariðRelated image

Það þekkja allir háværa parið því það fer ekki framhjá neinum. Annað hvort eru mestu lætin í þeim þegar þú eru að ríða ógeðslega hátt eða rífast ógeðslega hátt. Það er mjög vandræðalegt að mæta þeim því þú veist hvað þau voru að gera í gærkvöldi og þau vita að þú veist það…. Besta að segja samt ekki neitt því þú vilt ekki opna eitthvað Pandórubox.

#3. Slúðrarinn Related imageÞað er gott að hafa einn slíkan í nágrenni við sig því hann er alltaf með puttann á púlsinum. Slúðrarinn, sem er yfirleitt kona yfir þrítugt, getur sagt þér ALLT. Hver var í heimsókn hjá hverjum og af hverju, hversu furðulega blaðberinn leit út eða hver ældi í runnann um helgina. Eina sem maður þarf að passa sig á er að segja slúðraranum ekkert sem hann gæti mistúlkað eða misskilið því þá fær allt hverfið að heyra það.

#4. DjammarinnImage result for young people partying drunkÞessi týpa er gjörsamlega óþolandi. Djammarinn er alltaf manneskja undir þrítugt sem elskar að skemmta sér. Djammarinn heldur oft partý án þessa að láta neinn vita og helgin byrjar snemma því á fimmtudögum er „bjórkvöld“. Föstudagar og laugardagar eru samt verstir því þá kveikir hann á danstónlist um átta leitið og eina skiptið sem bassinn stoppar er þegar djammarinn fer út á lífið eða að sofa. Það er mikill léttir þegar djammarinn fer út úr húsi en það er samt ekki ávísun á svefnfrið því þegar djammarinn kemur heim – sem er yfirleitt rétt undir morgun – fylgja honum mikil læti! Því miður er fátt hægt að gera í þessu en sterkasti leikurinn er að ná í leigusalann og klaga kvikindið!

#5. „Gætirðu lánað mér“ týpanImage result for looking through peephole

Það er ekkert að því að fá smá bökunarpappír eða egg lánað frá nágranna sínum endrum og eins…. en það eru til manneskjur sem fara langt yfir strikið. Þær manneskjur eru kallaðar „Gætirðu lánað mér“ manneskjur. „Geturðu lánað mér“ fær oft skyndi hugmynd um að baka eitthvað en fattar svo að hana vantar smá sykur. Þannig að hún dinglar hjá manni með bolla í annarri hendi. Auðvitað getur maður gefið henni smá sykur… – en meðan maður nær í sykurinn fattar hún að hana vantar líka lyftiduft, 2 egg, smá mjólk (því mjólkin er að klárast heima) og 350 gr af smjöri og eiginlega allt í uppskriftina… Frábært! Hún kemur líka reglulega að biðja um klósettpappír því hún gleymdi að kaupa hann enn eina ferðina…. og hún lofar að borga þér til baka álpappírsrúllurnar og rúðupissið….. OHHH!!!….. Ef þú vilt ekki að hún fari að fá nærbuxur hjá þér líka er best að klippa á þetta furðulega samband sem fyrst!

 

#6. Nýbökuðu foreldrarnirImage result for newborn baby parents tiredNýbakaðir foreldrar er fólk sem á skilið mikla samúð. Í flestum tilfellum er það ungt par sem veit ekkert hvað það er búið að koma sér út í. Þau „svífa um á bleiku skýi“ – en af baugunum að dæma er það sennilega af þreytu. Þau líta út eins og lestarslys því allur tíminn fer í að skipta á kúkableyjum eða ganga um gólfið með grenjandi barnið í fangi. Maður veit af þeim heima því barnið grætur nánast allan daginn og eina skiptið sem maður sér þau eitthvað er þegar annað hvort þeirra hleypur út í búð til að kaupa fleiri bleyjur eða ís. Það getur verið sjúklega þreytandi að búa við hliðina á þeim en þá verður maður að muna að þetta er bara tímabundið og þau hafa það miklu verr en þú!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing