8 ástæður af hverju karlar sem giftast HJÚKKUM eru þeir hamingjusömustu!

Auglýsing

 

Þegar karlar velja sér lífsförunaut er að mörgu að huga – til að lífshamingjan verði sem farsælust. Heimasíðan thinkaloud.net – birti á dögunum létt innslag í þá umræðu. Þar á bæ vilja menn meina að hamingjusömustu eiginmennirnir séu giftir hjúkkum.

Þessar ástæður hér að neðan eru gefnar fyrir því að hamingjusömustu eiginmennirnir eru giftir hjúkkum. Og viljum við taka fram hér á Menn.is – að líklega gildir alveg það sama fyrir hamingjusömustu eiginkonurnar.

Hjúkkur eru harðar af sér og líka næmar

Hjúkkur glíma við fólk á erfiðum tímum – og veita stuðning og hjálp í gegnum erfiðleika. Þær hlusta á kvartanir og þarfir hinna veiku og skilja óttann. Þær vita hversu óttafullt fólk getur verið og dæma ekki. Hjúkkur eru besti stuðningurinn.

Hjúkkur meta mikilvægu hlutina í lífinu

Auglýsing

Þær kunna að meta það sem þær hafa. Af því þær glíma við erfiðar aðstæður nærri alla daga. Þær vita hversu erfitt það er að horfa á fólk glíma við heilsubrest – og fjölskylduna örvætingafulla í kring. Þetta gefur þeim annað sjónarhorn en flestum á tilveruna.

Hjúkkur eru þolinmóðar

Þær hlusta á mikið af kvörtunum þegar fólk þjáist. Þær hlusta af virðingu og geta skilið hvað fólk gengur í gegnum. Þær bjóða fólki stuðninginn sem það þarf. Hjúkkur kunna þá list að hlusta.

Hjúkkur eru góðhjartaðar

Þær eru frábærar í samböndum og halda hlutunum lifandi. Þær vita hvernig á að pússla saman stóru myndinni lífinu – á meðan þær hafa líka auga fyrir smáatriðunum.

Hjúkkur ýta þeim sem þær elska í að verða besta útgáfan af sjálfum sér

Þær vilja tryggja að þeir sem þær elska séu að fá það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Þær vita hvernig það er að þjást. Þær laga hlutina – og elska og styðja sína maka til allrar þeirrar velgengni sem þeir eiga skilið.

Hjúkkur eru frábærar mömmur

Þær búa yfir getunni til að veita barni umhyggju og öryggi. Þær læra úr vinnu sinni að hafa gott auga fyrir þörfum annarra – og það springur út þegar þær eignast börn sjálfar.

Hjúkkur vita hvenær skal athuga með hlutina

Þær vita hvenær er rétt að athuga með heilsu og öryggi. Þær geta blásið á hluti sem fólk hefur áhyggjur af – en vita svo hvenær er best að láta athuga með hlutina af sérfræðingum.

Hjúkkur kunna að taka á neyðartilvikum

Hjúkkur geta stokkið inn í neyðartilvik með minnsta fyrirvara – því þær eru þjálfaðar til að kunna að bregðast við hinum ýmsustu aðstæðum sem lífið býður upp á.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram