Eins og margir vita þá voru söngkonan Rihanna og rapparinn Chris Brown einu sinni kærustupar. En það endaði ömurlega árið 2009 þar sem Chris Brown lamdi söngkonuna illa.
Rihanna tók þátt í Crop Over hátíðinni sem haldið var um helgina og hún deildi mynd af sér á Instagram. Það kom öllum virkilega á óvart að Chris Brown commentaði undir myndina með emoji sem var af tveimur augum. Aðdáendur Rihanna voru ekki ánægðir með það og létu rapparann heyra það.