Agnes hefur starfað tvisvar hjá ÍSLENSKA ríkinu – Munurinn á störfunum er skuggalegur!

Hún Agnes skrifaði þennan status á Facebook um ólík störf sín hjá íslenska ríkinu, fyrst í Vínbúðinni og svo nú sem lögregluþjónn. Það er óhætt að segja að statusinn vekji mann til umhugsunar:

„Ég var í skemmtilegu starfi með háskólanámi. Vinnuveitandinn minn var íslenska ríkið. Á hverjum vinnudegi hitti ég alla flóru samfélagsins, margir þeirra sem ég hitti áttu við fíkn að stríða. Það breytti því þó ekki að í langflestum tilvikum mættu viðskiptavinir mér með kurteisi og gleði. Starfið var hvetjandi og mikið var lagt upp úr því að starfsmenn fyrirtækisins gerðu sitt besta. Tekið var eftir því þegar við unnum vel. Við fengum fallegar sumargjafir og hrósgjafir inn á milli fyrir vel unnin störf. Aldrei hafði starfsfélagi minn orðið fyrir ofbeldi af hálfu viðskiptavinar. Enginn starfsfélaga minna bjó við varanlega örorku vegna viðskiptavinar. Aldrei var hrækt á neinn starfsfélaga minn á meðan hann sinnti störfum sínum. Ég var örugg í vinnunni, í vínbúðinni.

Ég er í skemmtilegu starfi eftir fimm ára háskólanám. Vinnuveitandinn minn er enn íslenska ríkið. Á hverjum vinnudegi hitti ég alla flóru samfélagsins. Margir þeirra sem ég hitti eiga við fíkn að stríða. Ekkert hvatakerfi er virkt innan stofnunarinnar en þó er mikið upp úr því lagt að starfsmenn stofnunarinnar geri sitt besta. Við viljum gera okkar besta. Við fáum þó hvorki sumargjafir né hrósgjafir inn á milli fyrir vel unnin störf. Við erum í starfinu af hugsjón. Níu sinnum í janúar voru starfsfélagar mínir beittir ofbeldi. Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum starfsfélaga minna sem ekki hefur orðið fyrir ofbeldi eða hótun af hálfu viðskiptavinar. Ég er ekki jafn örugg í lögreglunni og ég var í vínbúðinni.

Íslensk dómaframkvæmd sýnir það svart á hvítu að það er í lagi að beita lögreglumenn ofbeldi. Þá skiptir engu hvort þeim er ógnað með vopnum, orðum eða gjörðum. Staðan er alvarleg og það virðist sem svo að þegar ákært er í málum sem varða ofbeldi gegn lögreglu þá eru dómarnir án refsingar vegna þess tíma sem rannsóknin tók.
Já og launin? Þann 1. júní 2018 munu grunnlaunin mín vera 3.000 krónum yfir lágmarkslaunum.“

Auglýsing

læk

Instagram