Allir geta þjáðst af morgunógleði – Ekki bara óléttar konur!

Ef þú ert kona og vaknar með ógleði eða kastar jafnvel upp eru allar líkur á að viðvörunarbjöllur fari í gang í hausnum á þér. En það þarf alls ekkert að vera að þú sést ólétt.

Margir þjást af morgunógleði og er það þekkt hjá báðum kynjum, en lítið rætt.

Ástæðurnar geta verið margar. Hjá sumum tengist það svefn sjúkdómum eins og til dæmis Kæfisvefni.

Læknirinn Brian Morton talaði um þetta vandamál við The Daily Mail og segir hann það vera frekar algengt. Fyrir suma virkar að taka sýrustillandi lyf á meðan aðrir þurfa einfaldlega að sleppa því að borða fyrir svefninn eða fá sér jafnvel stóran hádegismat en bara létt snarl í kvöldmat. Brian mælir einnig með því að fólk prufi að sofa með hærra undir höfðinu.

Enn aðrir þurfa bara að fara á fætur, í sturtu og hefja daginn og þá hverfur ógleðin.

Hann mælir samt með því að þau sem upplifi þetta sem stórt vandamál leiti ráða hjá læknum.

Auglýsing

læk

Instagram