Nýjasta serían af Game of Thrones er heldur betur búin að standast væntingar og síðasti þáttur var sýndur á sunnudaginn. En þá er komið að því sem er alltaf jafn erfitt og það er að bíða í heilt ár eftir næstu seríu.
Framleiðendur Game of Thrones ákváðu að vera pínu góð við okkur í ár og eru með litla netþætti sem koma á Youtube alla mánudaga núna í september og október. Þarna fær maður að sjá bakvið tjöldin á hverjum einasta þætti í seríu 7 og aðeins að heyra frá leikstjóra og leikurum tala um þáttinn.
Hér er fyrsti þáttur sem kom á mánudaginn.