Áttu erfitt með að vakna? – Lumie vekjaraklukkan kemur til hjálpar!

Helgi Jean – Umfjöllun

Átt þú extra erfitt með að vakna svona þegar það er alltaf dimmt á morgnana? Sér í lagi þegar manni líður eins og það sé bara mið nótt – frekar en dagur. Já mér leið dálítið þannig líka.

Ég fann samt þetta fína ráð. Það varð nefnilega mun léttara fyrir mig að fara fram úr eftir að ég fékk mér Lumie vekjaraklukkuna. Græjan virkar þannig að hún eykur ljósmagn smátt og smátt í 30 mínútur líkt og við sólarupprás. Ljósið gefur líkamanum merki um að draga úr framleiðslu svefnhormóna (melatónín) og auka framleiðslu hormóna (cortisol) sem hjálpa þér að vakna.

Munurinn á því að vakna í svörtu herbergi – eða með Lumie ljósinu er eins og dagur og nótt, bókstaflega. Auðvitað getur maður alltaf verið syfjaður á morgnana – en bara að hafa birtu í herberginu – og vera búinn að venja líkamann við henni, finnst mér skipta sköpum.

Ég hef einnig verið að nota Lumie dagsbirtulampann – en það reynist minna nauðsynlegt eftir því sem nálgast mars. Hann er samt algjör snilld yfir dimmasta tímann – til að maður fái næga dagsbirtu í andlitið.

Hef verið að mæla með Lumie við fólk í kringum mig – og þeir sem hafa látið vaða – hafa ekki séð eftir því. Þú getur séð nánar um þessar vekjaraklukkur HÉR!

 

Auglýsing

læk

Instagram