Nú er UFC meistarinn Conor McGregor nýbakaður faðir og er heldur betur ánægður með það. Barnið fæddist á laugardaginn og fær nafnið Conor Jack McGregor, sem að kemur mönnum ekkert rosalega mikið á óvart.
Conor deildi mynd af Dee konunni sinni með Conor yngri.
Þetta var bara saklaus mynd til að sýna drenginn en svo var fyrsta myndin af Conor með Conor yngri ekki eins saklaus. Þar heldur Conor á barninu og það er eins og barnið sé nýbúið að kýla rétt framhjá pabba sínum.
Conor skrifaði undir myndina.
„Við getum lent vinstri hendinni hvaðan sem er! Hver býður sig fram?“
