BBC gerði þátt um framtíðina árið 1987 og nú getum við séð hvað rættist – myndband

Auglýsing

Margir gera grín að framtíðarspám sem birtust í Tomorrow´s World þætti BBC á síðustu öld. Augljóslega var margt sem tæknimenn þáttarins gátu ómögulega vitað en samt tekst þeim stundum spá rétt fyrir um tækni sem varð raunveruleg löngu síðar.

Í þessum þætti er t.d. nokkurs konar Apple úr sem er myndavélasími, úrið tengist gervihnöttum en þessa dagana er verið að skjóta um slíkum hnöttum – svo internetið sé alls staðar. Kynnirinn minnist á heilsukubb sem gefur upplýsingar um heilsufarsvandamál en Elon Musk er að þróa slíka tækni sem verður brátt tilbúin.

Margt fleira áhugavert en fyndnast er líklega prentarinn sem hann ber í skjalatösku með þrívíddargleraugum. Líklega ekki margir sem ganga með 3D gleraugu og prentara í nútímanum.

Auglýsing

Fyrir áhugasama þá er hér spá úr þættinum um skrifstofu framtíðarinnar.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram