today-is-a-good-day

Besti þynnkumaturinn – Þetta getur þú borðað til þess að sleppa við þynnku!

Fyrir djammið, á djamminu og eftir djammið. Flestir hafa ekki hugmynd um það hvað þeir eiga að borða í kringum djammið eða af hverju … svo vonandi á þetta eftir að hjálpa.

Ef þú ert að fara út, þá er mikilvægt að stilla upp smá matarprógrammi.

Af því að ef þú skipuleggur ekki neitt, þá átt þú eflaust eftir að enda á litla pítsastaðnum enn einu sinni og það viljum við ekki.
Læknar og næringafræðingar mæla með því að þú borðir áður en þú ferð út, vegna þess að tómur magi getur leitt til þess að þú verðir enn drukknari og þar af leiðandi veikari daginn eftir!

Í fyrsta lagi, ekki gleyma að borða kvöldmat. Og þá meinum við alvöru kvöldmat.

Myndaniðurstaða fyrir happy dinner
Það er mjög auðvelt að sleppa þessum hluta. Sérstaklega ef þú ferð beint í svokallað „happy hour“ eftir vinnu.

Góður „fyrir-djamm“ kvöldmatur inniheldur trefjar, prótín, kolvetni og góða fitu. Þetta hljómar rosalega, en gæti alveg verið til dæmis Burrito skál.

Eða fiskur, grænmeti og hrísgrjón?

Og á meðan þú ert úti, endilega nartaðu í eitthvað. Best er að narta í eitthvað sem er annað hvort salt eða sterkt. Og ekki gleyma að drekka vatn með því.

Saltið getur hjálpað til við að binda vatn í líkamanum en markmiðið er að þú drekkir fleiri lítra af vatni með naslinu þínu svo þú sért vel vökvaður fyrir kvöldið.

Ef þú gjörsamlega þarft að borða eitthvað í bænum, þá eru franskar alls ekki slæmur kostur.

Myndaniðurstaða fyrir french fries

Franskar eru eitt það allra versta sem við getum sett ofan í okkur en þær gætu látið þér líða betur í þessu tilfelli. Franskar innihalda kalíum og sódíum sem hjálpa til við að ná jafnvægi á vökvann í líkamanum (eitthvað sem þú þarft alvarlega á að halda eftir nóttina). Plús, þær munu láta líkama þinn vilja drekka enn meira vatn.

Rúmið er komið í augnsýn, þú gætir lagst niður og rotast – En fyrst: Kókosvatn.

Myndaniðurstaða fyrir drinking coconut water

Augljóslega ættir þú að hafa drukkið vatn og áfengi til skiptis allt kvöldið, en flestir eiga það til að sleppa því.

Drekktu kókosvatn fyrir svefninn og jafnvel klípu af salti.

Kalíum og Sódíum í kókosvatninu mun hjálpa þér við að ná upp vökvatapi líkamans og það bragðast betur en venjulegt vatn, svo þú gætir gabbað líkamann til þess að drekka meira, í stað þess að gleyma vatnsglasinu bara á náttborðinu.

Enskur morgunmatur

Til allra sem verða þunnur í heiminum: Ég veit að morgunógleðin, hausverkurinn og þurrkurinn í munninum er óbærilegur en þetta er mjög mikilvægt. Þegar kemur að því að velja stórar og bragðmiklar máltíðir – Eða sætindi. Veldu máltíðina, í guðanna bænum.
BLABLA
Eftir áfengisdrykkju er blóðsykurinn í líkamanum lágur svo það að borða nammi, pönnukökur eða appelsínudjús og samloku mun láta þér líða betur – En bara í smá stund. Þú færð orku úr sykrinum en skömmu síðar muntu hrynja og verða helmingi verri enn á ný.
Blabla
Þess í stað skaltu fá þér eitthvað eins og egg og beikon. Prótín munu koma jafnvægi á blóðsykurinn og sumir segja að amínó sýrur hjálpi áfengi að komast fyrr úr blóðinu.

Skolaðu þessu svo öllu niður með vatni, kaffi eða te ef þú þarft koffín. Lykilatriðið þegar kemur að því að jafna sig á þynnku er jú að vökva líkamann. Passaðu þig samt á djúsum, venjulegir safar innihalda svo mikinn sykur að þér mun líða en verr ef þú svalar þorstanum með safa.

Ertu ekki enn orðin/n 100%? Það er þá vegna þess að þú drakkst bara alltof mikið í gær!

Myndaniðurstaða fyrir party drinking
Auglýsing

læk

Instagram