Birkir Fannar var 19 ára þegar hann lést – Nemendafélag MH safnaði pening til minningar um hann! – MYNDIR

Auglýsing

Hann Birkir Fannar Harðarson lést 22. ágúst 2018, þegar hann var bara 19 ára gamall. 

Nemendafélag MH er svo sannarlega með hjartað á réttum stað og í góðgerðarvikunni þá söfnuðu þau pening til minningar um hann.

Allur peningur sem safnaðist rann óskiptur til Ljóssins, sem er endurhæfing fyrir krabbmeinsgreinda.

Í góðgerðarvikunni var ákveðið að styrkja Ljósið og söfnuðust 82.000 krónur. Allur peningur sem safnaðist rennur til Ljóssins – sem býður upp á endurhæfingu og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þessi málstaður var ákveðinn til minningar um Birki Fannar Harðarson sem lést nýverið úr krabbameini.

Auglýsing

Birkir var nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð í þrjú ár. Hann kom í skólann sem nýnemi árið 2015 og eignaðist æðislega vini, fór í útvarpsráð sem hann hafði mjög gaman af og var almennt virkur í félagslífinu. Allir sem þekktu Birki geta staðfest að hann var ótrúlegur strákur og yndisleg manneskja, vildi öllum vel, var hlýr og einlægur og snerti mörg hjörtu í MH.

Í október 2017 fékk hann þær fréttir að hann væri með krabbamein í mjöðm. Hófst þá lyfjameðferð sem hann barðist í gegnum eins og hetja, hann missti aldrei vonina. Þannig var Birkir. Hann hafði vondar fréttir að færa en bætti strax við að hann ætlaði að rústa þessu og láta þetta ekki stoppa sig. Hann var svo hugrakkur og bjartsýnn í gegnum alla meðferðina, en sumt fær ekkert okkar ráðið við.

22. ágúst 2018 lést hann á Krabbameinsdeild Landsspítalans eftir ótrúlega harða baráttu.

Einnig stofnaði nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð styrktarreikning til minningar um Birki sem rennur til Ljóssins. Hann mun vera opinn út skólaárið.
Kennitala: 480491-1499
Reikningsnúmer: 515-14-413719

Birkis verður sárt saknað. Við vottum öllum syrgjendum samúð.

Vel gert NFMH – vel gert!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram