Blöskrar að Barnavernd hafi GEFIST UPP – „Með aðgerðarleysi sínu gerast þau virkir þátttakendur í ofbeldinu“

Hann Dofri Hermannsson skrifaði þessa opnu færslu á Facebook eftir að hann las frétt í Stundinni sem kom honum vægast sagt illilega á óvart.

Dofra blöskrar að Barnavernd hafi gefist upp á því að koma aftur á sambandi drengs við föður sinn og segir að með þessu séu þau virkir þátttakendur í ofbeldinu.


Þessi frétt er í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Tveimur og hálfu ári eftir að barni er rænt með aðstoð barnaverndar Reykjavíkur tilkynnir nefndin að hún hafi gefist upp við að koma aftur á sambandi drengsins við föður sinn.

Listmeðferðarfræðingur hafi reynt að ræða við móður drengsins án árangurs. Kemur ekki á óvart þegar einbeittur brotavilji hennar m.a. með fölskum ákærum er hafður í huga.

Foreldraútilokun er tilfinningalegt ofbeldi gagnvart börnum. Misnotkun. Af hverju er ekki búið að bjarga barninu frá þannig foreldri og dæma móðurina fyrir fjölmörg og grafalvarleg brot hennar?

Ef sonur Víkings hefði verið bíll væri löngu búið að sækja hann. Yfirvöld hefðu ekki sent bifvélavirkja til að spyrja þjófinn hvort hann væri til í að skila honum. Af hverju passa yfirvöld betur upp á bíla en börn!

Því má svo bæta við þetta að þrátt fyrir ráða- og þekkingarleysi barnaverndarnefnda landsins, Barnaverndarstofu, sýslumanns og lögreglu og þrátt fyrir að öll þessi embætti séu að drukkna í óleystum foreldraútilokunar- og tálmunarmálum þá ætlar ekkert þessara yfirvalda að sækja sér þekkingu til að takast á við þau.

Með aðgerðarleysi sínu gerast þau virkir þátttakendur í ofbeldinu.

Auglýsing

læk

Instagram