Öll eigum við okkar fyrirmynd, hvort sem það er mamma, pabbi, söngstjarna, leikari eða bara Maggi sem keyrir strætó. Margir tileinka sér takta frá þessari fyrirmynd en svo eru aðrir sem fara í aðgerðir til að líkjast manneskjunni.
Jennifer Pamplona er 24 ára módel frá Brasilíu. Hún var alltaf lítil og mjó þegar hún var í skóla og henni var mikið strítt út af því. Jennifer fór í fyrstu lýtaaðgerðina sína þegar hún var 17 ára gömul en þá fékk hún sér sílíkon í brjóstin.
Jennifer á sér fyrirmynd og það er hún Kim Kardashian. Hún er núna búin að eyða 8.5 milljónum til þess að líkjast Kim. Læknarnir eru búnir að vara hana við því að fara svona oft í lýtaaðgerðir en hún hlustar ekkert á þá. Hún er búin að eyða um það bil 19 milljónum króna í lýtaaðgerðir.
„Ég varð ástfangin af lýtaaðgerðum fyrir löngu en eftir að ég sá Kim Kardashian vissi ég að mig langaði að líkjast henni. Mig langar að hafa mjótt mitti og stóran rass. Fólk er búið að segja mér að ég þurfi ekki að gera meira fyrir rassinn minn en mér finnst það ekki rétt. Hann er ekki orðinn eins og mig langar að hafa hann og svo hjálpa lýtaaðgerðir líka sjálfstraustinu mínu“. – Jennifer