Á Ólafsfirði er eini steypti skíðastökkpallurinn á landinu og alltaf á 17 júní er lagður dúkur niður pallinn og búin til brattasta vatnsrennibraut á landinu. Börnin fara flest af stað við miðjuna á pallinum en þeir sem treysta sér til byrja efst.
Rennibrautin er um það bil hundrað metrar og fólk er að ná rosalegri ferð eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.
Ljósmyndarinn Gísli Kristinsson á heiðurinn á þessum ljósmyndum og HÉR er hægt að sjá myndirnar sem hann tók af rennibrautinni í fyrra.
Hér er myndbandið sem var tekið árið 2014.