Auglýsing

Britney hrædd við föður sinn: „Hún er villihestur sem þarf að temja“ – myndir

#FreeBritney samsæriskenningin þótti furðuleg en því var haldið fram að Britney væri í einhvers konar gíslingu föðurs síns. Í vikunni var svo staðfest að Britney er hrædd við föður sinn og bað um aðstoð dómara við að losna við hann úr lífi sínu.

Málið á sér langa sögu en þegar Britney var yngri þá var Jamie faðir hennar drykkjusjúklingur og ofbeldismaður. Hann tók sig á og hefur verið edrú í tugi ára. Margir segja að hann vilji allt fyrir börnin sín gera og sé alla jafna rólegur í skapinu.

Reyndar hafa komið upp nokkur mál í gegnum tíðina bæði þar sem Jamie Spears hefur verið hetja og skúrkur. Hann reyndist Britney vel þegar hennar líf fór úr skorðum og átti þátt í að koma henni aftur á rétta braut.

Hins vegar var Jamie ekki ánægður með hegðun sona Britney og er sagður hafa „tekið í þá“ sem hafði miklar afleiðingar. Kevin fyrrum eiginmaður Britney gat notað þetta atvik til að segja Britney og föður hennar óhæf til að sjá um börnin. Þetta leystist en Kevin fékk auðvitað meiri pening sem hefur verið hans helsta markmið.

Það sem flækir málið er að engar gildar sannanir um ofbeldi eða vanhæfni Jamie Spears voru lagðar fyrir dóminn. Andleg veikindi Britney virðast hafa tekið sig upp en þá auðvelt fyrir föður hennar að segja að hún sé ekki fær um að taka ákvarðanir núna.

Dómarinn var ekki tilbúinn að gera neitt til að reka föður Britney sem umráðamann og fjármálastjóra hennar. Hann mun hins vegar skoða málið aftur í febrúar 2021.

Móðir Britney sagði að Jamie tali illa um dóttur sína og hann á að hafa sagt: „Britney er eins og villihestur sem þarf að temja“. Þetta er ekki eitthvað sem fólk vill heyra frá manni sem hefur beitt fjölskyldu sína ofbeldi í gegnum tíðina.

Eitt sem þarf að hafa í huga er Jamie Lynn Spears systir Britney er hætt við að skipta sér af málinu en hún dró umsókn sína til baka. Ástæðan er líklega sú að það er erfitt að treysta fólki í kringum Britney og ekki víst að þeir sem aðstoða hana við að losna við pabbann séu betri.

Við vonum að þetta endi vel og Britney geti fengið aðstoð frá góðu fólki. Hún á ennþá nokkra milljarða sem gerir hana að skotmarki fyrir svikahrappa. Kannski er best að dómarinn skoði vel hvort hún sé undir áhrifum óprúttinna aðila eða undir álögum pabba síns um þessar mundir.

#FreeBritney hreyfingin hefur því að einhverju leyti rétt fyrir sér og hún hefur þakkað fyrir stuðninginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing