Örugglega margir hafa pantað sér eitthvað af netinu en fengið síðan eitthvað allt annað. Búi pantaði þrjú mismunandi pör af skóm á netinu en það gekk ekki alveg nógu vel. Hann fékk reyndar þrjú pör af skóm til baka en ekkert af þessu var rétt. Hann pantaði ekki Nike skó en fékk bara Nike til baka og svo var hvert einasta par einu númeri of lítið á hann.
Búi gerði þetta skemmtilega myndband þar sem hann er að sýna nýju skóna sína.