Camilla Rut sleppir nærunum fyrir heilbrigði píkunnar: „Hún er alveg stórkostleg og er svo fullkomin“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir hefur ákveðið að hætta að ganga í nærbuxum. Það gerir hún til að huga að heilbrigði píkunnar. „Hún er alveg stórkostleg og er svo fullkomin en það ber að huga að henni,“ sagði Camilla Rut í viðtali í þættinum Ísland vaknar á K100.

Í þættinum fór áhrifavaldurinn yfir málið ásamt Kristínu Sif Björgvinsdóttur útvarpskonu, sem einnig hefur ákveðið að sleppa nærunum fyrir píkuheilbrigðið, og þáttastjórnendum þáttarins, Ásgeiri Páli Ágústssyni og Jóni Axeli Ólafssyni.

Að sögn Camillu tók hún ákvörðun um þetta í ræktinni eftir að hún hafði næstum hætt við að gera æfingarnar vegna „óþægilegrar brókar“.

„Ég fór bara inn í klefa og fór úr brókinni og aftur í íþróttabuxurnar og kláraði æfinguna með stæl og ég hef ekki farið í brók síðan,“ sagði Camilla sem segir að g-stengurinn sér sérstaklega slæmur. Áhrifavaldurinn segir að píkuheilsan gjörbreytist einfaldlega með því að sleppa nærbuxunum.

„ Það er pH-gildið. Það má lítið út af bregða til að það komi þvagfærasýking, sveppasýking eða blöðrubólga. Ég er í ákveðinni rannsóknarvinnu með þetta,“ segir Camilla Rut sem segist ætla að fara milliveginn í því að sleppa nærbuxum á nóttinni og í ræktinni.

Auglýsing

læk

Instagram