Það eru rúmlega þrjár vikur í bardagann milli Conor McGregor og Floyd Mayweather. Það kemur engum á óvart að Conor er búinn að vera vel virkur í því að skjóta á Floyd í gegnum samfélagsmiðla og hér er hann með hörð skilaboð.
Hann segir að honum sé drullu sama hvaða stærð af hönskum þeir ætla að nota, Floyd má velja stærðina og að hann ætli sér að rústa honum. Hann segist vera hlaupandi í áttina að honum með múrsteina og svo skaut hann á það hvað Floyd er með lélegar hendur.