Nú er búið að tala um bardaga milli Conor McGregor og Floyd Mayweather í meira en eitt ár. Þeir félagar eru búinir að standa sig vel í að byggja upp spennu fyrir bardagann. Þetta mun verða boxbardagi þar sem Conor mætir í umhverfið sem Floyd hefur stjórnað í mörg ár.
„Það var mér sannur heiður að skrifa undir þennan sögulega samning ásamt samstarfsaðilum mínum Zuffa LLC, UFC og Paradigm Sports Management. Fyrsta skrefið í þessum samning er komið. Til hamingju allir þeir sem eru búnir að leggja vinnu í þetta. Nú bíðum við eftir því að boxarinn klári þetta á næstu dögum“. – McGregor
Dana White er núna farinn að komast að samkomulagi við Floyd og hans lið og þá ættum við að fá svar á næstu dögum hvort og hvenær þessi bardagi mun eiga sér stað.