Conor McGregor er staðráðinn í að næsti bardagi hans verði í boxi við Floyd Mayweather. En það er frekar erfitt að komast að samkomulagi með bardagann og helsta ástæðan er sú að Conor er undir samning hjá UFC.
Dana White sem er forseti UFC er búinn að bjóða þeim að berjast innan UFC og ætlaði að borga þeim 25 milljónir dollara á haus, plús hluta af „Pay Per View“. Hvorki Conor né Floyd voru til í þessa upphæð því þeir eru að tala um 100 milljónir á haus.
Conor er búinn að segja að hann ætli að berjast við Floyd hvort sem að UFC verði partu af því eða ekki. Þó hann vilji að sjálfsögðu hafa þá með í þessu. Hann setti mynd af sér á Instagram með Lorenzo Fertitta sem var eigandi UFC í mörg ár, og hann er með ákveðin skilaboð til UFC.
Hann endar á því að segja „Skiljið og sýnið því sem er að gerast hér virðingu. Því það er enginn af ykkur að fara stoppa mig“!