Cristiano Ronaldo er einn besti fótboltamaður allra tíma. Hann spilar með spænska liðinu Real Madrid og þeir eiga möguleika á að vinna spænsku deildina í ár.
En peningar fylgja manni alltaf þegar maður er þetta góður í fótbolta. Ronaldo skrifaði undir samning hjá Real Madrid í fyrra sem bauð honum rúmlega 49 milljónir króna á viku. Það þýðir að bara frá Real Madrid er Ronaldo að fá rúmlega 7 milljónir á dag. Svo kemur aukapeningur ofan á það fyrir til dæmis auglýsingar og annað eins.
Það þýðir að….
Þegar þú ferð í bíó græðir Ronaldo 583 þúsund krónur á meðan.
Þegar þú keyrir frá Reykjavík til Akureyrar græðir Ronaldo 1 milljón og 166 þúsund krónur á meðan.
Þegar þú kemur heim eftir 8 tíma vinnudag er Ronaldo búinn að græða 2 milljónir og 333 þúsund krónur á meðan.
Þegar þú klárar nýju plötuna með Úlfi Úlfi er Ronaldo búinn að græða 214 þúsund krónur á meðan.
Þrátt fyrir allt þetta fékk Floyd Mayweather næstum 3 sinnum meira fyrir eitt kvöld en Ronaldo fær fyrir eitt ár.