Piparsveinninn Dan Bilzerian ætti nú að vera vanur því að fólk sé brjálað út í hann. Hann er kallaður konungur Instagram og hann er duglegur við að birta myndir af sér annað hvort með módelum eða þar sem hann er að skjóta úr byssu.
Nú var alþjóðlegi baráttudagur kvenna í gær og Dan birti mynd á Instagram. Auðvitað var þessi mynd ferkar vafasöm og þá sérstaklega á þessum degi. Á þessari mynd er hann í heitum potti með 5 stelpum. Hann notar eina stelpuna sem borð til að geyma matinn sinn.
Skiljanlega varð fólk brjálað yfir þessari mynd og margir sendu honum reið skilaboð.
Það er samt eitthvað sem segir manni að þetta verður ekki í síðasta skiptið sem að Dan gerir allt brjálað.