Dóttir Friðgeirs á 10 ára afmæli en hann veit ekki hvar hún er – Skrifaði hjartnæm skilaboð til hennar

Auglýsing

Friðgeir Sveinsson deildi færslu á Facebook – þar sem hann segist vera utan við sig. Dóttir hans á 10 ára afmæli – en hann veit ekki hvar hún er – eða hvað hún er að gera. Hann er samt með skilaboð til hennar.

Ég er svoldið utan við mig í dag. Dóttir mín, Katrín Steina. Hún er 10 ára í dag. Í dag eins og aðra daga veit ég ekki hvar hún er, eða hvað hún er að gera. Katrín Steina var tveggja og hálfs árs þegar ég kyssti hana bless. Ég hef ekki séð hana síðan. Þetta venst ekki, sama hvað hver segir. Ég segi mér alla daga að vera þolinmóður, stundum gengur það. Stundum gengur það alls ekki. Þegar ég leifi mér að hugleiða hvernig sú stund verður þegar biðin er á enda, þá get ég ómögulega greint hvort að það er tilhlökkun eða stress. Ég kemst að því einn daginn. Ég veit ekki hvar þú ert elsku Katrín Steina mín, en samt hef ég verið hjá þér í allann dag. Þú ert mér efst í huga alla daga.
Til hamingju með 10 ára afmælið. Ég vildi að ég gæti faðmað þig og knúsað eins og allar stelpur eiga að fá frá pabba sínum alla daga. En það er víst ekki okkar að njóta að eiga hvort annað, að minnsta kosti ekki enn um sinn. Við eignumst það síðar vonandi.
Pabbi þinn elskar þig, sakknar þín, og bíður eftir þér.
Kveðja, Pabbi
…………………….. Ég ætla að hvísla svolitlu að þér Katrín Steina mín.. Þú ert að fara að eignast lítinn bróður, ég vill að þú vitir að þú átt bráðum pínulítinn bróðir

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram