Dúnna leiðréttir mögulegan misskilning sem fólk hefur um starfið hennar! – MYNDIR

[the_ad_group id="3076"]

Samfélagið virðist vera voða upptekið þessa dagana að ræða um hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarkonur – og alveg óháð því þá er Dúnna með mikilvæga leiðréttingu fyrir þau sem misskilja starfið hennar.

Ég lagði stund á 4 ára háskólanám til að gerast hjúkrunarfræðingur. Í febrúar sl. útskrifaðist ég með meistaragráðu í bráðahjúkrun.
Í starfi mínu ber ég mikla ábyrgð á skjólstæðingum mínum. Ég sinni flóknum hjúkrunarverkum, ég veiti fræðslu, ég leiðbeini og kenni nemum, ég endurlífga, ég veiti eftirfylgni, ég sýni skjólstæðingum mínum umhyggju, virðingu og samkennd. Ég er útsjónarsöm og frumleg í erfiðum aðstæðum í fjársveltu heilbrigðiskerfi með takmörkuð úrræði.
Ég starfa í þverfaglegu samstarfi við lækna og aðrar fagstéttir. Ég er ekki aðstoðarkona lækna og læknar eru ekki mínir yfirmenn. Ég er heldur ekki með minnimáttarkennd gagnvart læknum. Ég virði störf lækna og þeir virða mín. Ég virði einnig störf annarra heilbrigðisstétta, sjúkraliða, sjúkraflutningamanna, geislafræðinga, lífeindafræðinga og allra annarra sem við getum ekki verið án.

Ég valdi hjúkrunarfræði vegna þess að ég vildi verða hjúkrunarfræðingur. Ekki vegna þess að ég gat ekki orðið læknir.

#hjúkrunarfræðingur #raunveruleikinn

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram