Ef þú ert með vott af athyglisbresti þá MUNTU kannast við þetta!

Auglýsing

Ef þú tengir við að vera stundum ekki alveg með hugann við það sem þú ert að gera þá er þetta DREPfyndið!

Ég ætlaði að vökva garðinn minn. Þegar ég er að skrúfa frá slöngunni sé ég að það þarf að þvo bílinn. Ég fer að ná í bíllyklana í anddyrið – en tek þá eftir póst sem hefur komið inn um lúguna. Ég ákveð að fara í gegnum póstinn áður en ég þvæ bílinn. Ég legg bíllyklana á boðið og ætla að setja ruslpóstinn í ruslafötuna undir vaskinum. Þá tek ég eftir að ruslafatan er full. Þannig ég ákveð að leggja póstinn frá mér og fara út með ruslið.

En þá hugsa ég að ég geti farið út með ruslið þegar ég þvæ bílinn – svo ég ákveð að fara að borga reikningana fyrst. Ég ætla að finna auðkennislykilinn – en hann er í tölvuskúffunni svo ég fer að skrifborðinu og finn Coke flöskuna sem ég var að drekka um morgunin, ég ætla að leita að auðkennislyklinum en færi fyrst flöskuna svo ég helli ekki út um allt. Coke-ið er sam að verða heitt svo ég ákveð að koma því í ísskápinn til að halda því köldu.

Á leiðinni í eldhúsið tek ég eftir að það þarf að vökva blóm í gluggakistunni. Ég legg Coke-flöskuna frá mér í gluggasylluna og fatta að þar eru lesgleraugun sem ég er búinn að leita að í allan morgun. Ég ákveð að setja þau aftur á tölvuborðið svo þau týnist ekki aftur, en fyrst ætla ég að vökva plöntuna. Ég set gleraugun aftur á gluggasylluna, fylli könnu með vatni og tek þá eftir sjónvarpsfjarstýringunni. Einhver hefur sett hana á eldhúsborðið. Ég fatta að í kvöld þegar við horfum á sjónvarpið mun enginn muna eftir henni þar, þannig ég ákveð að setja hana aftur inn í stofu, en fyrst ætla ég að vökva blómin. Ég helli smá vatni á blómin, það sullast aðeins niður á gólfið. Þannig, ég set fjarstýringuna aftur á eldhúsborðið, næ í handklæði og þurrka upp vatnið af gólfinu.

Auglýsing

Síðan geng ég niður ganginn og reyni að muna hvað ég ætlaði að gera:

Í lok dagsins:
– Garðurinn er ekki vökvaður.
– Bíllinn er ekki þveginn.
– Reikningarnir eru ekki borgaðir.
– Það er volg Coke-flaska í gluggasyllu.
– Blómin eru ekki með nóg vatn.
– Ég veit ekki enn um auðkennislykilinn.
– Ég fínn ekki fjarstýringuna.
– Ég finn ekki gleraugun mín.
– Ég hef ekki HUGMYND um bíllyklana.

Og samt var ég á fullu allan fjandans daginn!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram