Örugglega margir muna eftir fyrrverandi tengdardóttur Íslands Mel B. Hún og Fjölnir Þorgeirs voru saman frá árunum 1997-98. Þá var hún að sigra heiminn með hljómsveitinni Spice Girls.
Mel B er ekki búin að hafa það gott undan farið. Hún stendur í skilnaði og er búin að sækja um nálgunarbann á fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte. Hún birti mynd af sér þar sem hann var búinn að berja hana í andlitið og gera alls konar hluti við hana.
Mel B og Stephen eru búin að vera gift síðan 2007 og eiga saman eitt barn. Miðað við sögurnar af Stephen þá er þessi maður algjör ófreskja. Þegar faðir Mel B var með krabbamein sem síðan varð honum að bana, sagði Stephen við Mel að hún ætti bara að hætta þessu væli, ef hann deyr þá deyr hann bara.
Samkvæmt vinum Mel B átti Stephen að hafa lamið Mel illa, kyrkt hana og kastað henni í vegg þegar hún var að undirbúa sig fyrir „Dancing With The Stars“. Það var meira að segja allt brjálað á Twitter þegar fólk sá marblettina sem Mel náði ekki að fela. Stephen svaraði því með því að segja að hann hafi ekki snert hana.
Mel segir að Stephen hafi þvingað hana til að stunda kynlíf með sér og Playboy módelum á meðan hann tók það upp. Svo var Stephen ásakaður um að hafa barnað barnfóstruna þeirra og borgað henni 300 þúsund dollara fyrir að fara í fóstureyðingu.
Hér er barnafóstran sem neitar þessu öllu.