Þó að Justin Bieber virðist vera í endalausu veseni á tónleikaferðalagi sínu um Ástralíu þá eru samt fyrrverandi kærustur hans að blómstra.
Sahara Ray er ein af þeim og hún starfar sem bikiní hönnuður og módel. Hún deildi myndum af sér til að sýna föt eftir hana þó hún sé nú bara í einni flík á flestum myndunum.
Hún er með 1.2 milljón fylgjendur á Instagram og er dugleg við að koma vörunum sínum í sölu gegnum það. Hún skrifaði meira að segja undir myndina „Kynlíf selur“ svo hún er ekkert að fela neitt. Hægt er að kaupa g-strengi sem hún hefur hannað á 13 þúsund krónur.