Auglýsing

„Er pabbi að djóka?“ – Sveinn bað kærustunnar með hjálp 9 mánaða sonar þeirra

Sveinn Ingi Bjarnason fór nokkuð óhefðbundna leið þegar hann bað kærustu sinnar Kristínar Geirsdóttur. Þar kom 9 mánaða sonur þeirra við sögu.

„Ég hef aldrei verið á þeim buxunum að giftast – þannig hún bjóst nú ekki við því að ég myndi fara að biðja hennar.“ sagði Sveinn í samtali við Menn.is.

Sveinn og Kristín eiga saman drenginn Leonard Aaron sem er að verða 10 mánaða gamall.

„Kristín lenti í mjög harkalegum árekstri þegar Leonard var aðeins 2 mánaða gamall. Hún gat lítið sem ekkert sinnt syni okkar eftir það og var í stífri endurhæfingu á Grensás.“ segir Sveinn. „Þetta var erfiður tími og reyndi á fjölskylduna. Mig langaði til að sýna í verki að ég elskaði hana – og þá kom þessi hugmynd upp.“

Sveinn klæddi son þeirra í bol sem hann hafði látið prenta, gerði góða ferð í Jón og Óskar eftir trúlofunarhringum – og lét til skarar skríða. Á bolnum sem sonur þeirra var í stóð: „Viltu giftast pabba mínum?“

Sveinn tók bónorðið upp á myndband sem sjá má hér að neðan. Krúttlegasta móment dagsins!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing