Conor McGregor er búinn að gera ótrúlega hluti í UFC á síðustu árum. Hann keppti sinn fyrsta bardaga fyrir nákvæmlega fjórum árum og einum degi og er nú orðinn stærsta nafnið í UFC.
En hann hefði sennilega ekki getað þetta ef hann ætti ekki svona góða kærustu. Þegar hann byrjaði í UFC var hann á atvinnuleysisbótum á meðan kærastan vann fyrir þeim. Dee Devlin hafði alltaf bullandi trú á honum og það skilaði sér því þau eiga ótrúlega mikinn pening í dag.