Ert þú með „vöðvabólgu“? – Þá þarftu að lesa þetta!

Auglýsing

Ert þú með „vöðvabólgu“? – Þá þarftu að lesa þetta!

Vissir þú að vöðvabólga er ekki bólga?

Það sem við tölum um í daglegu tali sem “vöðvabólgu” er í raun ekki hefðbundin bólga og/eða bólguviðbragð. Það sem er að gerast er vöðvaSPENNA. Þá verður vöðvinn þrútinn, fyrirferðarmeiri og stífari, missir styrk og úthald. Stundum myndast svo trigger punktar = mjög vont að nudda/koma við!

Oftast nær þýðir því lítið að taka inn bólgueyðandi lyf eins og íbúfen við vöðvabólgu ‍♀️

Auglýsing

En af hverju fáum við þá vöðvabólgu??
Það getur t.d. verið ofálag á vöðva eða óhagstæð líkamsstaða sem veldur óhóflegri spennu í vöðvunum og leiðinlegum vítahring: minna blóðflæði➡️ekki næg næring➡️uppsöfnun úrgangsefna➡️meiri spenna!

Við ætlum að skora á ÞIG að prófa þessa einnar mínútu æfingu næst þegar þú sest upp í bílinn þinn.

ALLTAF þegar þú stoppar á rauðu ljósi athugaðu þá hvort þú sitijr eins og Kara á fyrri myndinni og leiðréttu stöðuna þannig að þú sitjir eins og Kara á seinni myndinni með því að þrýsta höndunum aðeins á stýrið með beina handleggi og draga hökuna aðeins í átt að líkamanum #hakanheim

Til að byrja með er eðlilegt að finna fyrir þreytu því með þessu ertu að virkja vöðva sem hafa mögulega ekki fengið að vinna sína vinnu lengi og þurfa að byggja upp úthald upp á nýtt. En þegar vöðvarnir eru komnir upp á lag með þessa nýju stöðu munt þú að öllum líkindum finna fyrir minni vövaspennu og betri líkamsvitund!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram