Auglýsing

Ertu stirður strákur? – Tómas er með námskeið fyrir þig til að auka liðleika!

Margir strákar kannast vafalaust við það að hafa lagt of litla rækt við teygjur í gegnum tíðina. Fótboltastrákar sem hafa ekki gefið sér tíma í að liðka sig eftir æfingar – eða ræktarpeyjar sem hafa lagt meiri áherslu á vöðvarækt en liðleika.

Tómas Oddur Eiríksson yogakennari ætlar að hjálpa til við að leysa þessi mál fyrir stirða stráka. Hann býður upp á grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu fyrir stráka 18 ára og eldri.

„Það má ekki gleyma því að það er gríðarlegur styrkur fólgin í liðleikanum og liðleikinn minnkar meiðslahættu umtalsvert.“ segir Tómas.

Menn virðast vera að vakna fyrir jákvæðum áhrifum jóga – en sem dæmi eru bæði meistaraflokkar KR og Þróttar í fótbolta að stunda jóga fyrir tímabilið.

„Liðugur líkami getur tekið á meira álagi – og býr yfir meiri styrk – en sá sem er stirður“ segir Tómas – en hann mun fara í þau svæði sem strákar eru hvað stirðastir. Axlir, mjóbak, aftanverðir fótleggir (hamstrings) og mjaðmir.

Námskeiðið er 6 skipti og fer fram á mánudags og miðvikudagskvöldum milli kl.20-21:15 dagana 6.feb, 8.feb, 13.feb, 20.feb, 22.feb og 27.feb í Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.

„Stirðir og stífir strákar eru boðnir sérstaklega velkomnir.“ segir Tómas. „Námskeiðið er þó opið öllum þeim herramönnum sem vilja auka liðleika og hreyfigetu, kyrra hugan og ná djúpri og góðri slökun.“

Skráning er á tomas@yogashala.is og er verðið 18.900 kr. Frítt í alla tíma Yoga Shala á meðan á námskeiði stendur

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing