Floyd Mayweather er launahæsti íþróttamaður allra og hann er þekktur fyrir að sýna fólki það. Hann setti á Instagram smá áskorun þar sem hann var að skora á fólk að sýna heiminum lífsstílinn sem það lifir.
Fótboltamaðurinn Mario Balotelli var ekki lengi að taka þátt í þessari áskorun og deildi myndbandi á Instagram. Þar spurði hann Floyd hvort hann væri með svona heima hjá sér og sýndi styttu af sér sjálfum fagna marki.