Fólk sem stundar mikið kynlíf er með hærri laun en hinir – RANNSÓKN

Auglýsing

Fólk sem stundar kynlíf fjórum sinnum eða oftar í viku – er með hærri laun en þeir samstarfsfélagar sem eru ekki eins kynferðislega virkir.

Þessar niðurstöður komu úr rannsókn Nick Drydakis, sem vinnur við The Institute of Labor, sem er sjálfstæð stofnun sem leggur áherslu á rannsóknir á vinnumarkaðinum.

Drydakis, sem er prófessor við Cambridge, rannsakaði 7500 grísk heimili. Í rannsókninni spurði hann þátttakendur meðal annars hversu oft þeir hefðu stundað kynlíf á viku, hvort þeir væru í vinnu, hve mikið þeir þénuðu og hversu margar vinnustundir þeir inntu af hendi.

Auglýsing

Áður en rokið er upp í rúm er mikilvægt að taka fram að niðurstöður Drydakis segja ekki að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Hins vegar eru þættirnir tveir tengdir. Það kemur nefnilega í ljós að fólk sem stundar kynlíf oftar er hamingjusamara, hafa meira sjálfstraust, betri rökhugsun og eru ólíklegri til að vera þunglynt.

Önnur rannsókn sýndi fram á starfsmenn með heilsufarsleg vandamál, þénuðu minni tekjur sökum skertrar afkastagetu og í sumum tilfellum vegna mismununar.

En sama hvernig því er snúið þá voru niðurstöðurnar skýrar varðandi það að fólk á aldrinum 26-52 ára sem stundaði mikið kynlíf var með hærri tekjur en þau sem gerðu minna af því.

Þannig ef heimabankinn er eitthvað tómlegur – þá er nokkuð ljóst hvað þarf að gerast …

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram