Davíð er einn ríkasti maður Íslands og er með 22 ára yngri kærustu – MYNDIR – Hver er sú lánsama?

Fjár­fest­ir­inn Davíð Helga­son, bróðir Egils Helgasonar sjónvarpsstjörnu, á í ástarsambandi við 22 ára yngri kærustu. Sú heppna er kín­versk/​dönsk fyr­ir­sætaIsa­bella Lu War­burg, sem fædd er 1999 en Davíð er fædd­ur 1977. Það er því 22 ára aldursmunur á parinu sem eignaðist dreng á dögunum.

Það kom mörgum á óvart þegar fréttir bárust af því að nýr Íslendingur væri kominn á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi – og það í miðjum faraldri. Listinn er gefinn út árlega en aðeins einstaklingar sem eiga auðæfi metin á að lágmarki eins milljarð Bandaríkjadala komast á lista. Sá Íslendingur er Davíð.

Davíð er einn stofnenda tæknifyrirtækisins Unity sem sérhæfir sig í framleiðslu á hugbúnað sem notaður er til tölvuleikjagerðar. Fyrirtækið stofnaði hann í kjallaraíbúð í Kaupmannahöfn árið 2004 ásamt tveimur félögum sínum. Upphaflega ætluðu þeir sér aðeins að forrita tölvuleiki.

Nálgast Björgólf Thor

Davíð hefur verið nokkuð í fréttum hér á landi vegna fjárfestinga sinna en hann keypti meðal annars glæsihúsið sem Skúli Mogensen átti á Seltjarnarnesi og við kaupin varð húsið dýrasta fasteign landsins. Davíð er flutt­ur inn í húsið með kærustunni eft­ir að hafa tekið það í gegn og gert að sínu. Ljós­ar inn­rétt­ing­ar prýða nú húsið í stað dökkra.

Hlutur Davíðs í Unity er metinn á um 207 milljarða króna en auðæfi Björgólfs Thors eru metin á tæplega 300 milljarða. Það er því ljóst að auðæfi Davíðs nálgast auðæfi Björgólfs óðfluga.

 

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr fyrirsætamöppu Isabellu:

Auglýsing

læk

Instagram