Auglýsing

Frábærar fréttir fyrir þá sem elska Stjörnustríð – Öll serían er í Sjónvarpi Símans Premium!

Fyrir þá sem elska Stjörnustríð, þá erum við með góðar fréttir – það er nú hægt að fylgjast með allri seríunni í Sjónvarpi Símans Premium.

Star Wars sem byrjaði með látum árið 1977 þegar Star Wars : A New Hope var frumsýnd. Nú 40 árum síðar eru sjö kvikmyndir komnar sem flokkast sem hluti af aðalsögunni ásamt Rogue One sem er hliðarsaga sem gerist rétt fyrir A New Hope. Allar þessar myndir eru nú komnar inn í Sjónvarp Símans Premium og því tilvalið að endurnýja kynnin við þessa gömlu vini og kynna þá í leiðinni fyrir framtíðar aðdáendum Stjörnustríðs heimsins.

Allar þessar myndir eru nú komnar inn í Sjónvarp Símans Premium og því tilvalið að endurnýja kynnin við þessa gömlu vini og kynna þá í leiðinni fyrir framtíðar aðdáendum Stjörnustríðs heimsins.

Myndirnar sem um ræðir eru :

Star Wars : Episode IV – A New Hope, frumsýnd árið 1977

Star Wars : Episode V – The Empire Strikes Back, frumsýnd árið 1980

Star Wars : Episiode VI – The Return of the Jedi, frumsýnd árið 1983.

Star Wars : Episode I – The Phantom Menace, frumsýnd árið 1999.

Star Wars : Episode II – Attack of the Clones, frumsýnd árið 2002.

Star Wars : Episode III – Revenge of the Sith, frumsýnd árið 2005.

Star Wars : Episode VII – The Force Awakens, frumsýnd árið 2015.

Rogue One : A Star Wars Story, frumsýnd árið 2016.

Það eru margar skoðanir á því í hvaða röð sé réttast að horfa á myndirnar.

George Lucas skapari Stjörnustríðs segir að best sé að horfa á myndirnar í réttri röð og byrja þannig á The Phantom Menace. Það er ágætis leið til að sýna börnum heiminn og persónurnar í fyrsta skipti þar sem Phantom Menace er eiginlegt léttmeti. En harðir aðdáendur myndanna eru því ósammála.

Margir segja réttu röðina að horfa eftir framleiðsluári myndanna og byrja þannig á A New Hope frá 1977, hinni eiginlegu fyrstu Star Wars mynd. Sá sem hér skrifar og er æstur aðdáandi hallast að þeirri leið enda er upplifunin þá sú sama og heilu kynslóðirnar hafa upplifað myndirnar.

Hörðustu aðdáendur myndu svo alltaf mæla með Machete röðuninni. Þá er byrjað á A New Hope, síðan horft á The Empire Strikes Back og svo beint í Attack of the Clones, þaðan í Revenge of the Sith og svo horft á Return of the Jedi. The Force Awakens kæmi svo síðust en hún var ekki komin þegar að Machete röðin var búin til. The Phantom Menace er hreinlega sleppt og hún hunsuð með öllu. Sem er slæmt því þá kynnast áhorfendur ekki Darth Maul og heyra aldrei hið frábæra Duel of the Fates eftir John Williams.

Megi mátturinn vera með ykkur!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing