Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að eiga mjög gott tímabil hjá Swansea. Hann hefur skorað 8 mörk og lagt upp 11 og það er nú óhætt að segja að Gylfi hefur haldið Swansea gangandi þetta tímabil.
Gylfi hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi eins og til dæmis Everton þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af samningnum.
Thierry Henry ræddi um Gylfa hjá Sky Sports fyrir leik Swansea gegn Middlesbrough en þar spilaði Gylfi allan leikinn í markalausu jafntefli.
„Gylfi Sigurðsson er helvíti góður leikmaður. Þú veist ekki hvort hann verði mikið lengur hjá Swansea“. – Henry