Greiddi 100 þúsund til að bjarga lífi gullfisks sem var að kafna – myndir

Gullfiskar lenda oft í illri meðferð en sumir eigendur elska öll gæludýrin sín jafn mikið.

Neyðarkall barst dýralækni í Brisbane í Ástralíu þar sem gullfiskur hafði gleypt aðskotahlut og var að kafna.

Eldri kona sem átti gullfiskinn kom honum undir læknishendur og samþykkti rándýra aðgerð til að bjarga honum.

Neyðarkall og aðgerð kostar 100 þúsund sem eru smápeningar þegar líf er í hættu. Það tókst að bjarga gullfisknum og fór hann heill á húfi heim með konunni. Þau lifðu svo hamingjusöm til æviloka.

Elsku litli kúturinn – þarna er verið að hefjast handa við að sækja aðskotahlutinn.

Allt að kooooma…

….og það hafðist.

Þess má geta að Conquer litli er við hestaheilsu í dag.

Auglýsing

læk

Instagram