Auglýsing

Gústi var stórreykingamaður sem undirbjó sig fyrir 42 km. í Reykjavíkurmaraþoninu á einum degi

Ágúst Bjarnason fór líklega í einn af styttri undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþonið þegar hann hljóp það á sínum tíma. Hann

Maraþonmyndin sýnir hvernig má undirbúa sig fyrir Maraþon á einum degi
„Mikilvægast er að hætta að reykja, borða pasta og ekki gefast upp.“ segir Gústi sem hljóp heilt 42,2 km maraþon með dags fyrirvara – en hann hafði aldrei hlaupið lengra en 2km á ævinni.

Stórreykingamaður
Gústi reykti tvo pakka á dag á þessum tíma og hafði ekkert æft fyrir maraþonið. Það var hins vegar búið að safna peningum til styrktar SOS Barnaþorpum og gera klárt fyrir stuttmyndina – svo það var erfitt að hætta við. Tíminn skipti litlu máli en markmiðið var að ganga ekkert heldur hlaupa allan tímann og komast að lokum í mark.

Í Maraþonmyndinni má sjá Helga Má Erlingsson hlaupara og fleiri aðstoða Gústa – daginn fyrir Reykjavíkurmaraþonið

Glæsilegt æfingahúsnæði í Hollywood Hills
Gústi er hættur að reykja og hefur verið duglegri að æfa frá því myndin kom út. Hann vakti athygli á dögunum fyrir glæsilegt æfingahúsnæði skammt frá Rihönnu í Hollywood Hills. „Ég var að koma mér í form fyrir sumarið og skellti inn léttri færslu um húsnæðið á Facebook. Auðvitað allt í gríni gert enda hjálpar ekkert hlaupurum nema mataræði og æfingar.“

Æfingahúsnæði rétt hjá Rihönnu í Hollywood Hills.

Styður við aðra hlaupara í ár
„Ég hvet alla sem eru skráðir til að mæta og gera sitt besta til að komast í mark – hvort sem þeir fara 10km eða lengra. Það er hins vegar hættulegt að hlaupa heilt Maraþon án undirbúnings svo það er betra að byrja á 10km. Svo er gott að byrja æfingar 3-4 mánuðum fyrir hlaupið og auka vegalengdirnar rólega. Ég er mjög þakklátur fyrir þessa reynslu úr Reykjavíkurmaraþoninu og heppinn að þetta gekk upp.“ segir Gústi sem mun ekki taka þátt í ár heldur heitir á aðra hlaupara á https://www.hlaupastyrkur.is/.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing