Hann ætlaði til Ástralíu en endaði í KANADA – Hefði átt að fylgjast betur með í landafræði!

Auglýsing

Það eru örugglega flestir muna eftir manninum sem ætlaði til Reykjavíkur en endaði á Siglufirði. Það getur komið fyrir bestu menn, en að fara í flugvél og fjúga á vitlausan stað kemur örugglega ekki fyrir marga.

Hollenski strákurinn Milan Schipper lenti samt í svoleiðis veseni. Hann hafði lengi dreymt um að heimsækja Ástralíu og þegar hann var að skoða flug sá hann að það var glæsilegt tilboð til Sydney. Hann var ekki lengi að panta sér miða og pakka í tösku. Svo var hann staddur í flugvélinni þegar hann sá í skjánum í sætinu fyrir framan sig að flugvélin var að fara í vitlausa átt. Þá komst hann að því að hann hafði pantað sér ferð til Sydney sem er í Kanada en ekki Ástralíu.

Ákveðinn skellur fyrir Milan þar sem hann var bara með bakpoka sem var fullur af stuttbuxum og bolum en það var töluvert kaldara í Kanada á þessum árstíma en í Ástralíu.

Auglýsing

Sydney Ástralíu.

Sydney Kanada.

„Planið mitt var að fara til Ástralíu og finna vinnu þar. Svo ætlaði ég að ferðast og skoða landið. Þegar ég fattaði að þessi flugvél var ekki á leiðinni þangað varð ég mjög pirraður. Ég blótaði í hausnum í sirka 10 mín en það var ekkert hægt að gera. Svo þegar ég kom aftur heim tók pabbi hlægjandi á móti mér og sagði að þetta kæmi ekki fyrir neinn nema mig. Það var reyndar ekki rétt hjá honum því ég hitti stelpu í flugvélinni sem að var jafn pirruð og ég því hún hélt að hún væri að fara til Ástralíu“. – Milan

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram