Hann Jón Valur var HANDTEKINN á flugvellinum – Nú reynir hann að ná sambandi við WOW air!

Auglýsing

Hann Jón Valur Smárason deildi þessum status á Facebook eftir óskemmtilegt atvik sem átti sér stað á Kastrup flugvelli.

Í kjölfarið vildi hann ná sambandi við WOW Air en það hefur ekki tekist svo hann ákvað að reyna á mátt Facebook.

“Ég var handtekinn á Kastrup flugvelli um daginn og mér er ekki skemmt.
Hef ítrekað reynt að ná sambandi við Wow air en ekki tekist svo nú reyni ég Facebook.

Auglýsing

Endilega deilið.

Góðan dag,

Ég sendi meðfylgjandi með von um að málið finni leið innanhúss hjá ykkur til þeirra sem höndla slík mál og vonast eftir skjótum svörum.

Jón Valur Smárason heiti ég og lenti í óskemmtilegu atviki á Kastrupflugvelli þann 7. mars síðastliðinn. Ég átti flug þaðan með ykkur kl. 11:15 til Keflavíkur, ég tékkaði mig inn og fór út að hliði, við brottför var ung kona að athuga hvort handfarangur samræmdist reglum og ef ekki þá rukkaði hún viðkomandi. Þegar kom að mér sagði hún strax að ég ætti að greiða því mín taska væri of stór, ég sagði henni að ég teldi að það væri ekki rétt því ég hefði nýverið keypt hana miðað við þær reglugerðir sem við eiga hjá Wow air, hún sagði mér þá að setja hana ofan í hólf sem ég og gerði og taskan datt þar ofan í. Þar með hélt ég að málum væri lokið en hún ítrekaði að hún væri of stór, hluti af hjólum hafi staðið upp úr.

Mér var ekki skemmt en gafst upp og rétti henni greiðslukort sem hún hrifsaði af mér ég sagði ég henni að ég myndi bera fram formlega kvörtun og ætlaði að taka mynd af henni á símann. Þá gerði hún sér lítið fyrir og hrifsaði af mér símann, ég var að sama skapi snöggur og tók hann af henni aftur, um leið kom maður sem sagði mér að ég færi ekki með þessu flugi og ætti að koma mér í burtu.

Ekki ætlaði ég að fara að þrasa við þetta fólk um að fá að fara með vélinni enda mat ég stöðuna þannig að það væri ekki til neins, fór út af flugstöðinni, settist niður og fór að skoða hvaða flug væru í boði. Ég sá að það var flug með Icelandair eftir ca tvo tíma, hafði samband við eiginkonuna, lét hana vita hvað kom upp á og bað hana að skoða flug fyrir mig, rétt í því koma þrír öryggisverðir sem umkringja mig og segja að ég verði handtekinn og lögreglan sé á leiðinni, þegar ég spurði hverju þetta sætti þá sögðu þeir að það væri búið að kæra mig fyrir líkamsárás og ég gæti gleymt því að ég væri að fara í flug fljótlega, lögreglan kemur hingað eftir ca 45 mínútur.

Lögreglan kom klukkutíma seinna og ég var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar var tekið af mér vegabréfið og farangur, ég yfirheyrður og spurður út í hvað hefði gerst, ég sagði lögreglunni hvað gerðist og hún vildi varla trúa mér og sagði að þetta hlyti að líta öðru vísi út fyrir manneskjunni sem lenti í þessu annars væri ekki verið að reka mig út og neita mér um að fara með flugi. Það var ákveðið að lögreglan færi til að skoða upptökur sem eru við öll hlið áður en lengra væri haldið og mér sagt að bíða á lögleglustöðinni, vegabréfalaus og sviptur frelsi. Um það bil klukkutíma síðar kom lögreglan aftur og mér tjáð að það sem ég hafði sagt þeim væri rétt, konan hrifsaði af mér símann og ég gerði það sama og það væri ekkert sem hægt væri að kæra. Ég sagðist vilja kæra hana fyrir tilraun til að stela símanum en ákvað að láta ekki verða af því enda vildi ég reyna að koma mér heim sem fyrst.

Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda og hef ákveðið að snúa mér til lögmanns til að skoða minn rétt því ég tel að á mér hafi verið brotið og það mjög harkalega, ef ekki hefði verið fyrir það að svæðið er vídeó vaktað þá væri ég eflaust núna með kæru um líkamsárás á herðunum, stimplaður flugdólgur og hugsanlega búið að takmarka aðgang minn að flugi.

Ég tel að þessi unga kona sem um ræðir sem og hennar samstarfsmenn séu alls sé ekki starfi sínu vaxin og hafa nú þegar skapað mikil vandræði og tjón með framferði sínu.

Á endanum missti ég af öllu flugi til Keflavíkur þennan dag sem olli mér vandræðum, kostnaði og leiðindum. Áður en ég tek næstu skref í þessu máli vildi ég senda ykkur þennan póst þar sem ég fer yfir það sem gerðist og óska eftir viðbrögðum frá ykkur eins fljótt og verða má.

Þið megið fyrst af öllu staðfesta við mig móttöku þessa pósts svo ég þurfi ekki reyna að ná athygli ykkar eftir öðrum leiðum.

Jón Valur Smárason”

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram