Það getur verið erfitt að finna húsnæði hérna á höfuðborgarsvæðinu í dag. Leigan er orðin allt of há og skortur á íbúðum til leigu. Maður verður að halda haus og reyna sitt besta þó það geti stundum verið erfitt.
Þegar maður leitar sér að íbúð er maður mjög duglegur að skoða leigulistann, bland.is eða leiga á Facebook. Maður reynir að sýna bestu útgáfuna af sjálfum sér þegar maður hendir í auglýsingu en stundum er maður bara orðinn þreyttur á þessu.
Hér er maður sem setti auglýsingu á leigusíðuna á Facebook. Hann var ekki mikið að spá í því að sýna bestu útgáfuna af sjálfum sér. Enda er hann búinn að vera leita að íbúð síðan október 2015 og er greinilega alveg búinn að gefast upp.
Vonandi fer þetta allt vel hjá manninum.